Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

14.2.2013

Í samræmi við 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

  1. Breyting á deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Melabrautar 33. Breytingin er stækkun byggingarreits til norðurs
  2. Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis vegna Miðbrautar 22. Breytingin er stækkun á byggingarreits til austurs.
  3. Breyting á deiliskipulagi Vesturhverfis vegna Miðbrautar 34. Breytingin er hækkun um 1/2 hæð þ.e.a.s valmaþak  með mæni 2,7 m yfir núverandi þaki.
  4. Sameining og breyting á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels. Helsta breyting er stækkun byggingarreits fyrir fimleikahús og tilfærsla göngustíga.
  5. Deiliskipulagi að Bygggarðasvæði. Þar er gert ráð fyrir átta einbýlishúsum, fjórum raðhúsum með 4-6 íbúðum, með samtals allt að 24 íbúðum, þremur fjölbýlishúsum með u.þ.b. 114 íbúðum og opnu svæði, sem liggur utan lóða, m.a. göturými, göngustíga og opið svæði sem þjónar útivistar- og leikvallarþörf hverfisins. Tvær heitavatns borholur eru innan deiliskipulagssvæðisins, þær eru í fullri notkun. Þeim er ætluð lóð og helgunarsvæði.

Deiliskipulagið verður til sýnis á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 14. febrúar til og með 3. apríl 2013.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til þjónustuvers í bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi eigi síðar en 2. apríl, 2013. Þeir sem gera ekki athugasemdir við skipulagstillögu fyrir þann tíma teljast samþykkir henni.

Vesturhverfi:

Breyting á deiliskipulagi fyrir Melabraut 33 - greinagerð  355 kb

Breyting á deiliskipulagi fyrir Miðbraut 34 - greinagerð  1.1 mb

Bakkahverfi

Breyting á deiliskipulagi fyrir Miðbraut 22- greinagerð 717 kb

Bygggarðasvæði

Deiliskipulag að Bygggarðasvæði. Skipulagsuppdráttur 3,08 mb

Deiliskipulag að Bygggarðasvæði. Skýringaruppdráttur 1,79 mb

Deiliskipulag að Bygggarðasvæði. Greinagerð og skipulagsskilmálar 181 kb

Deiliskipulag að Bygggarðasvæði. Húsakönnun 556 kb

Sameining


Seltjarnarnesi, 14. febrúar 2013.

Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi

Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: