Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

Endurauglýsing deiliskipulags Lambastaðahverfis

4.3.2013

Endurauglýsing deiliskipulags Lambastaðahverfis.


Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 27. febrúar 2013 að auglýst yrði tillaga um deiliskipulag Lambastaðahverfis, sem samþykkt var 19. febrúar hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd á Seltjarnarnesi í samræmi við 41. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. 

Endurauglýst eru sameinuð gögn deiliskipulags, uppdrættir og skilmálahefti með áður kynntum breytingum vegna Skerjabrautar 1-3. Deiliskipulag Lambastaðahverfis var fellt úr gildi með úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á síðasta ári.

Deiliskipulagið verður til sýnis á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 4. mars til og með  26. apríl, 2013. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til þjónustuvers í bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi eigi síðar en 26. apríl, 2013. Þeir sem gera ekki athugasemdir við breytinguna fyrir þann tíma teljast samþykkir henni.

Seltjarnarnesi 3. mars 2013.
Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi.

 Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: