Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi – Suðurströnd og Hrólfsskálamelur

19.3.2014

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum 30. október 2013 að auglýst yrði breyting á deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, sem samþykkt var 15. október hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd á Seltjarnarnesi í samræmi við 41. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. 

Breyting á deiliskipulaginu varðar lóðina Hrólfsskálamel 1-18 þar sem skábraut fyrir akstur upp úr bílageymslu færist frá byggingareit fyrir 1-7 inn á miðju svæðis í átt að húsinu 2-8 og byggingareitur fyrir hús 10-18 styttist nokkuð og færist lítillega vestur og suður.

Deiliskipulagið verður til sýnis á bæjarskrifstofum Seltjarnarness að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 19. mars til og með 5. maí, 2014.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til þjónustuvers í bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi eigi síðar en5. maí, 2014. Þeir sem gera ekki athugasemdir við breytinguna fyrir þann tíma teljast samþykkir henni.

Seltjarnarnesi 18. mars 2014.

Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi

Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi.

Breyting á deiliskiplagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels 908 kb

Fylgiskjal með breytingu á deiliskipulagi Suðurstrandar og Hrólfsskálamels 90,7 kb
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: