Fréttir af skipulagsmálum

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 

Kynning á vinnslustigi

2.4.2014

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2014 að kynna tillögu um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Svæðisskipulagið, Höfuðborgarsvæðið 2040 verður sameiginleg áætlun sveitarfélaganna um náið samstarf um skipulagsmál og vöxt svæðisins næstu áratugi. Ýmis nýmæli og breytingar eru að finna í tillögunni og ber þar helst að nefna vaxtamörk um þéttbýli höfuðborgarsvæðisins, samgöngu- og þróunarás sem tengir svæðið saman og áhersla á að beina framtíðarvexti á vel tengda miðkjarna og þróunarsvæði.

Svæðisskipulagsnefnd telur mikilvægt að fá nú endurgjöf á tillöguna áður en hún verður þróuð frekar. Tillagan er því nú kynnt á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til og með þriðjudagsins 22. apríl n.k.  Mikilvægt er að tillagan fái rýni hjá fagnefndum sveitarfélaga á þeim tíma og er samhljóða erindi einnig sent beint á skipulagsnefnd. Tillaga að nýju svæðisskipulagi ásamt fylgigögnum er aðgengileg á heimasíðu SSH - http://ssh.is/svaedisskipulag


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: