Fréttir af skipulagsmálum
Auglýsing um deiliskipulagi – Kolbeinsstaðamýri
Í samræmi við 41. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu fyrir Kolbeinsstaðamýri:
Nýtt deiliskipulag felur aðallega í sér staðfestingu á núverandi ástandi, en einnig er gerð tillaga að uppbyggingu á nokkrum lóðum í stað eldri húsa. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2, 2. hæð, virka daga kl. 8:20-14:00 frá 9. maí til og með 23. júní 2014. Einnig má sjá tillöguna á vefsíðunni www.seltjarnarnes.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdum skal skila til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 23. júní 2014. Þeir sem gera ekki athugasemdir við skipulagstillögu fyrir þann tíma teljast samþykkir henni.
Seltjarnarnesi, 9. maí 2014.
Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi.
Deiliskipulag fyrir Kolbeinsstaðamýri 1,52 mb
Deiliskipulag fyrir Kolbeinsstaðamýri - skýringamyndir 2,37 mb
Kolbeinsstaðamýri - Húsakönnun 2,67 mb
Tillaga að deiliskipulagi - íbúakynning 13. maí 2014 4,1 mb