Fréttir af skipulagsmálum

Bakkahverfi, grenndarkynning á breytingu á deiliskipulagi vegna Melabrautar 19

13.6.2014

Á 9. fundi Skipulags og umferðanefndar hinn 6. maí 2014 var samþykkt að grenndarkynna skuli erindi um deiliskipulagsbreytingu í Bakkahverfi á Seltjarnarnesi vegna breyttra skilmála um notkun húsnæðis á verslunarhæð fjölbýlishúss á lóðinni Melabraut 19. Íbúðir verði  fjórar á hæðinni þar sem áður var verslun. Lóðin er á skipulögðu  íbúðarsvæði.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2, 2. hæð, virka daga kl. 8:20-14:00 frá 16. júní til og með 14. júlí 2014. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til þjónustuvers í Bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi eigi síðar en 14. júlí 2014.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: