Fréttir af skipulagsmálum

Íbúafundur - Endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar

3.9.2014

Íbúafundur 11. september 2014Endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar

Nú er að hefjast vinna við endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarnesbæjar.
Skipulagslög gera ráð fyrir því að nýkjörin bæjarstjórn taki afstöðu til þess hvort endurskoða beri aðalskipulag að loknum sveitarstjórnarkosningum. Þar sem upphaflegur gildistími aðalskipulagsins er nú um það bil hálfnaður þótti bæjarstjórn rétt að staldra við og fara yfir stefnuna.

Aðalskipulag er eitt mikilvægasta stjórntækið sem hver sveitarstjórn hefur til að hafa áhrif á margvíslega þróun
innan marka sveitarfélagsins til langs tíma.
Aðalskipulag og endurskoðun þess er samstarfsverkefni kjörinna fulltrúa, embættismanna og íbúanna í bænum,
enda kveða skipulagslög á um víðtækt samráð við íbúa.

Boðað er til íbúafundar þann 11. september kl. 17:30 í Hátíðarsal Gróttu Íþróttamiðstöðinni.

Þar verður verkefnið kynnt og íbúum gefst kostur á að koma með ábendingar og spurningar. Það er mikilvægt
fyrir skipulagsnefnd að fá sem flestar ábendingar frá íbúum, núna þegar verkið er að hefjast.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: