Fréttir af skipulagsmálum

Samkeppni um skipulag miðbæjar á Seltjarnarnesi

15.12.2015

Í byrjun nóvember hófst hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar á Seltjarnarnesi og var þremur aðilum boðin þátttaka. Nú hefur tillögum verið skilað og er dómnefnd að störfum fram í næstu viku. Samkvæmt samkeppnislýsingu var ráðgert að tillögur yrðu birtar áður en dómnefnd lyki störfum sínum og má sjá þær tvær tillögur sem bárust í meðfylgjandi skjölum. Ljóst er að mikil tækifæri eru til að bæta hið byggða umhverfi á þeim þremur reitum sem mynda miðsvæði bæjarins.

Þeim sem boðin var þátttaka voru: Kanon Arkitektar, Trípólí/ VA Arkitektar og Hornsteinar.  Nafnleynd hvílir yfir tillögunum uns dómnefnd hefur lokið störfum.

Dómnefnd mun skila sínu áliti fimmtudaginn 17. desember næstkomandi.

Tillaga 10352 9,25 mb

Tillaga 30359 1,08 mb


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: