Fréttir af skipulagsmálum

Vesturhverfi, grenndarkynning, deiliskipulagsbreyting vegna Miðbrautar 28.

4.1.2016

Á 34. fundi Skipulags og umferðanefndar hinn 25. nóvember 2015 var samþykkt að grenndarkynna skuli erindi um deiliskipulagsbreytingu sýnda á meðfylgjandi uppdrætti í Vestur-hverfi á Seltjarnarnesi þar sem skilmálum fyrir lóð með tvíbýlishúsi verði breytt svo að þar megi byggja 4 íbúðir í fjölbýlishúsi á óbreyttum byggingarreit en með tilheyrandi bílastæðum á lóðinni Miðbraut 28. Skipulagsfulltrúi á Seltjarnarnesi grenndarkynnir hér með erindið fyrir eigendum fasteigna í nágrenn í samræmi við þessa samþykkt og með vísan til 43 og 44 gr. Skipulagslaga nr.123 2010.

Tillaga um deiliskipulagsbreytingu er nú kynnt á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar og á 2. hæð skrifstofu bæjarins að Austurströnd 2.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við  breytinguna sem skal skila skriflega til þjónustuvers að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi eigi síðar en 5. febrúar 2015.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: