Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um deiliskipulag Vestursvæðis á Seltjarnarnesi 

4.2.2016

Í samræmi við.41 -  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að nýju á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.

Vestursvæði að Lindarbraut

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness samþykkti þann 25. nóvember 2015 og Bæjarstjórn þann 20. janúar 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Vestursvæðis á Seltjarnarnesi, sem nær yfir nokkur eldri deiliskipulagssvæði vegna Lækningaminjasafns, fyrir Vestursvæðin vestan íbúabyggðar, Suðurnes, Gróttu, Safnatröð og svo til viðbótar íbúðagöturnar, Sefgarða, Sævargarða, Neströð, Nesbala og húsin við Lindabraut vestan götu ásamt öllum strandsvæðum. Gerð er tillaga um uppbyggingu á nokkrum lóðum. Deiliskipulagsvæðið umlykur deiliskipulag íbúðasvæðisins í Bygggörðum sem ekki er hluti deiliskipulags Vestursvæðis. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillagan liggur frammi á 1. og 2. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2 virka daga kl. 8:20 - 14:00, 5. febrúar 2016 til og með 23. mars 2016. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni, www.seltjarnarnes.is, undir liðnum skipulagsmál.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til Þjónustuvers Seltjarnarness merkt, b.t. skipulagsfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 23. mars 2016. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Seltjarnarnes 3. febrúar 2016
Skipulagsfulltrúi á Seltjarnarnesi. 


Deiliskipulag Vestursvæðanna - deiliskipulagsuppdráttur 2,5 mb

Deiliskipulag Vestursvæðanna - skipulagsskilmálar 2,1 mb

Deiliskipulag Vestursvæðanna - húsakönnun 17,25 mb

Deiliskipulag Vestursvæðanna - íbúðarsvæði 2,4 mb

Deiliskipulag Vestursvæðanna - hjúkrunarheimili 1,9 mb

Deiliskipulag Vestursvæðanna - Suðurnes / golfvöllur 1,5 mb


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: