Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um breytingu á deiliskipulag Kolbeinsstðarmýrar - Suðurmýri 36-38 og Eiðismýri 17-19

4.2.2016

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Seltjarnarnesi.

Suðurmýri 36-38, Eiðistmýri 17-19 (Stóri-Ás og Litli-Ás).

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness samþykkti þann 15. janúar og Bæjarstjórn þann 20. janúar 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar vegna lóðanna nr. 36 og 38 viðSuðurmýri og lóðanna nr. 17 og 19 við Eiðismýri. Í breytingunni felst m.a. breyting byggingarreita, hækkun á nýtingarhlutfalli og hækkun þaks. Einnig verður bílastæðum fjölgað, íbúðir verða 16 í 4 húsum og ein sameiginleg lóð skilgreind sem íbúðalóð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillagan liggur frammi á 1. og 2. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2 virka daga kl. 8:20 - 14:00, frá 3. febrúar 2016 til og með 23. mars 2016. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni, www.seltjarnarnes.is, undir liðnum skipulagsmál.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til Þjónustuvers Seltjarnarness merkt, b.t. skipulagsfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is, eigi síðar en 23. mars 2016. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Seltjarnarnes 3. febrúar 2016
Skipulagsfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Breyting á deiliskipulagi vegna Suðurmýri 36-38 og Eiðismýri 17-19 1,42 mb


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: