Fréttir af skipulagsmálum

Íbúafundur - Nýtt deiliskipulag: Vestursvæði að Lindarbraut

11.2.2016

Íbúafundur 16. febrúar 2016Kynning deiliskipulags fyrir Vestursvæði að Lindarbraut verður þriðjudaginn 16. febrúar, kl 17:30 í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd

Sveitarstjórn ber ábyrgð á að annast gerð deiliskipulags. Hornsteinar arkitektar vinna deiliskipulagið undir stjórn skipulagsyfirvalda Seltjarnarness og auglýst nú samkvæmt 41. gr. skipulagslags. 

Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér það sem nú er framundan í skipulagi þessa svæðis

Fyrir liggja tillöga að nýju deiliskipulagi fyrir Vestursvæði að Lindarbraut. Nýtt deiliskipulag felur
aðallega í sér staðfestingu á núverandi ástandi, en einnig er gerð tillaga að uppbyggingu á nokkrum lóðum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. 

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2, 2. hæð, virka daga kl. 8:20-14:00 frá 4. febrúar til og með 23. mars 2016. Einnig má sjá tillögurnar á vefsíðunni Auglýsing um deiliskipulag Vestursvæðis á SeltjarnarnesiEru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Ábendingum og athugasemdum skal skila til skipulagsfulltrúa eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 23. mars 2016. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

S E L T J A R N A R N E S B Æ R 
Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbær,
bt. skipulagsfulltrúa, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes. Sími 595 9100, fax 595 9101, netfang: postur@seltjarnarnes.is







Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: