Fréttir af skipulagsmálum
Íbúaþing - Taktu þátt í að móta miðbæinn okkar
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar boðar til íbúaþings í tengslum við deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæðinu.
Fundurinn verður haldinn í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 16. apríl n.k. kl. 10:00-13:00
Framundan er stefnumótunarvinna varðandi miðbæjarsvæðið og er þetta þing fyrsta skrefið í þeirri vinnu að fá fram hug íbúanna til svæðisins. Á fundinum verður farið yfir núverandi skipulag á svæðinu. Þátttakendum verður skipt niður í vinnuhópa þar sem íbúar eru hvattir til að láta skoðanir sínar í ljós og viðhorf til framtíðar á uppbyggingu á þessu svæði.
Fundarstjórn verður í höndum Sverris Bollasonar.
Boðið verður upp á morgunkaffi kl. 9:30 fyrir fundinn. Barnagæsla er í boði meðan þinginu á stendur.
Bæjarstjórn óskar eftir þátttöku Seltirninga, svo að sem flest sjónarmið komi fram.
