Fréttir af skipulagsmálum

Samráðsferli með bæjarbúum um miðbæjarsvæðið

18.4.2016

Um eitt hundrað manns mættu til íbúaþings sem bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar boðaði til  í Félagsheimili Seltjarnarness síðastliðinn laugardag í tengslum við deiliskipulagsvinnu á miðbæjarsvæðinu. 

Eftir erindi frá Sverri Bollasyni hjá VSÓ ráðgjöf, sem jafnframt stýrði þinginu, fór Halldóra Bragadóttir hjá Kanon arkitetkum yfir tillögu þeirra sem hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um deiliskipulag á miðbæjarsvæðinu. 

Fundarmenn fengu því næst það verkefni að ræða og skrásetja hugmyndir út frá gefnum forsendum um svæðið og umhverfi þess. Í lokin voru helstu niðurstöður kynntar, en þær fólu m.a. í sér að fundarmenn vöruðu við þéttingu byggðar, þeir lögðu áherslu á að leikskólinn yrði á sama stað, að léttlestarkerfi sem samgönguæð við höfuðborgarsvæðið yrði innleidd og einnig var lögð áhersla á að efla mannlífið á Eiðistorgi með torgum og grænum svæðum. 

Bæjarstjórn kann fundarmönnum bestu þakkir fyrir þátttökuna og mun nú vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Þeir bæjarbúar, sem enn þá vilja koma sjónarmiðum um miðbæinn á framfæri, eru hvattir til að skila þeim inn hið fyrsta á netfangið postur@seltjarnarnes.is, svo unnt sé að taka tillit til þeirra í vinnunni sem framundan er.

Íbúafundur 16. apríl 2018

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: