Fréttir af skipulagsmálum
Melshús, Steinavör og Hrólfsskálavör, grenndarkynning, deiliskipulagsbreyting fyrir Hrólfsskálavör 2.
Á 40. fundi Skipulags og umferðanefndar hinn 17. maí 2016 var samþykkt að grenndarkynna skuli erindi um deiliskipulagsbreytingu sýnda á meðfylgjandi uppdrætti breytingu á deiliskipulagi fyrir Melshúsahverfi, Steinavör og Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi.
Fyrir einbýlishúsalóðina nr. 2 við Hrólfsskálavör verði byggingarreitur stækkaður lítiðeitt til vesturs en meira til suðurs og áformað að leyfa aukið byggingamagn á lóðinni. Birt flatarmál er nú 572,1 fm en verði 607,1 fm sem svarar til að nýtingarhlutfall verði 0,67.
Skipulagsfulltrúi á Seltjarnarnesi grenndarkynnir hér með erindið fyrir eigendum fasteigna í nágrenn í samræmi við þessa samþykkt og með vísan til 43 og 44 gr. Skipulagslaga nr.123 2010.
Meðfylgjandi er tillaga um deiliskipulagsbreytingu sem einnig er kynnt á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar og á 2. hæð skrifstofu bæjarins að Austurströnd 2.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefin kostur á að gera athugasemdir við breytinguna sem skal skila skriflega til þjónustuvers að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi eigi síðar en 15. júlí 2016.