Fréttir af skipulagsmálum

Auglýsing um skipulagsmál á Seltjarnarnesi

6.9.2016

Valhúsahæð og grannsvæði

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Valhúsahæðar og grannsvæða, skv. 41. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. 

Hér er um að ræða nýtt deiliskipulag.  Deiliskipulagssvæðið nær yfir Valhúsahæð, Plútóbrekku, Bakkagarð, svæða norðan Norðurstrandar frá Austurströnd að Lindarbraut, svæða sunnan Suðurstrandar frá Steinavör að Lindarbraut auk Kirkjubrautar og Skólabrautar.

Tillaga að deiliskipulagi Valhúsahæðar og grannsvæða

Greinagerð fyrir diliskipulagi Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæði


Suðurmýri 10

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kolbeinsstaðamýrar vegna Suðurmýrar 10, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. 

Breytingin felur í sér að byggja megi allt að 4 íbúðir. 4 bílastæði verði á lóð, byggingarreit er breytt og nýtingarhlutfall hækkað.

Tillögurnar liggja frammi á 1. og 2. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 5. september til og með 14. október 2016. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir  til að kynna sér tillögurnar.  Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til þjónustuvers Seltjarnarness, b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en  14. október 2016. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Tillaga að breyttu deiliskiplagi Kolbeinsstaðamýris - Suðurmýri 10


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: