Fréttir af skipulagsmálum
Auglýsing um tillögu að breyttu deiliskipulagi á Seltjarnarnesi
Bollagarðar 73-75
Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bollagarða, Hofgarða og Melabrautar vegna Bollagarða 73-75, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að sameina tvær einbýlishúsalóðir í eina einbýlishúsalóð og núverandi byggingarreitir eru felldir niður. Núverandi hús (Bollagarðar) fá að standa og nýr byggingarreitur fyrir einnar hæðar byggingu sem hýsir bílskúr, geymslu og/eða vinnustofu kemur í suðausturhorn nýrrar lóðar. Snúningssvæði fyrir bíla í enda götunnar verður breytt og aðlagað núverandi húsum. Nýtingarhlutfall verður 0,25.
Tillagan liggur frammi á 1. hæð skrifstofu Seltjarnarnesbæjar að Austurströnd 2, virka daga frá kl. 8:00 til 14:00, frá 19. október til og með 2. desember 2016. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni www.seltjarnarnes.is undir liðnum skipulagsmál.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til þjónustuvers Seltjarnarness, b.t. byggingarfulltrúa, eða á netfangið postur@seltjarnarnes.is eigi síðar en 2. desember 2016. Vinsamlegast gefið upp netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti
Seltjarnarnesi 18. október 2016.
Byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi
Breyting á deilskipulagi Bollagarða, Hofgarða og Melabrautar vegna Bollagarða 73-75