Fréttir af skipulagsmálum

Endurskoðað aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar

7.11.2016

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar auglýsir eftir athugasemdum við endurskoðað aðalskipulag sveitar-félagsins, með gildistíma 2015-2033. Tillagan er sett fram í greinargerð, tveimur skipulagsuppdráttum og átta þemauppdráttum. Þar kemur fram stefna sem skiptir bæjarbúa miklu máli og varðar fjölmarga þætti, svo sem þróun byggðar, landnotkun og innviði.
Tillagan nær til alls lands innan sveitarfélagsins.Íbúar eru því hvattir til að kynna sér hana vel.

Nú er í gildi Aðalskipulag Seltjarnarness 2006 - 2024. Tekin var ákvörðun um endurskoðun þess á fundi bæjarstjórnar þann 25. júní 2014. Lýsing var kynnt í október 2014 og tillaga á vinnslustigi í apríl 2015. Haldnir voru þrír almennir fundir á þessum tíma til að kynna verkefnið. Samkvæmt tillögunni er í meginatriðum stefnt að áþekku fyrirkomulagi og verið hefur en ýmsir þættir stefnunnar útfærðir nánar. Skipulagsgögn hafa verið uppfærð til samræmis við núgildandi skipulagslög og -reglugerð.
Í greinargerð tillögunnar er að finna umhverfisskýrslu þar sem farið er yfir líkleg áhrif helstu breytinga sem tillagan felur í sér.

Tillöguna má skoða á vef sveitarfélagsins en útprentað eintak á bæjar-skrifstofu, Austurströnd 2 og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík. Öllum þeim sem vilja gera athugasemdir við efni tillögunnar er boðið að senda þær skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, eða í tölvupósti til postur@seltjarnarnes.is, í síðasta lagi 31. desember 2016 en tillagan verður til sýnis með fyrrgreindum hætti fram á þann dag.

Mótun tillögunnar, þ.m.t. kynning og samráð, er í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Umhverfisskýrsla er sett fram í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing þessi er skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: