Fréttir af skipulagsmálum
Taktu þau tali - samtal um aðalskipulag
Á næstu dögum verða Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson formaður skipulagsnefndar ásamt Árna Geirssyni frá Alta ehf, í klukkustund í senn og bjóða þau þeim sem eiga leið framhjá upp á spjall um aðalskipulagið.
Spjallið verður:
Á Bæjarskrifstofu, Austurströnd 2, fimmtudaginn 10. nóvember kl. 17:00-18:00
Á Bæjarskrifstofu, Austurströnd 2, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 17:00-18:00
