Lambastaðahverfi

Auglýsing um skipulag á Seltjarnarnesi - Skerjabraut 1-3

Í samræmi við 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Lambastaðahverfis vegna Skerjabrautar 1-3

Breytingin er vegna fyrirkomulags bílastæða, byggingareits og nýtingarhlutfalls á lóð sem minnkar úr 1,2 í 1,05 þar af 0,95 án kjallara.

Deiliskipulagið verður til sýnis í bæjarskrifstofum Seltjarnarnesi að Austurströnd 2, 10. ágúst til og með 25. september, 2012. 

Þeir sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, eiga þess kost að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til þjónustuvers í bæjarskrifstofunum á á Seltjarnarnesi eigi síðar en 25. september, 2012. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna fyrir þann tíma teljast samþykkir henni.

10. ágúst 2012
Skipulags- og byggingarfulltrúi á Seltjarnarnesi
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes.

Breyting á deiliskipulagi fyrir Skerjabraut 1-3 - greinagerð Pdf skjal 1.9 mb

Breyting á deiliskipulagi fyrir Skerjabraut 1-3 - skýringablað Pdf skjal 330 kbBirt hefur verið í Stjórnartíðindum eftirfarandi auglýsing um gildistöku deiliskipulag fyrir Lambanstaðahverfi.

Nr. 927/2011                                                                                                                                  26. september 2011

AUGLÝSING

um deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi, Seltjarnarneskaupstað.

Í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum hefur bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar samþykkt deiliskipulag Lambastaðahverfis á Seltjarnarnesi.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambastaðahverfi var í kynningu frá 28. september til og með 28. október 2009, og samþykkt í bæjarstjórn hinn 15. desember 2010. Tillagan var kynnt að nýju frá 20. janúar 2011 til og með 10. mars 2011 í kjölfar breytinga vegna innsendra athugasemda og samþykkt í bæjarstjórn hinn 22. júní 2011.

Ofangreint deiliskipulag hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi. Við gildistökuna falla úr gildi allir eldri skilmálar fyrir framangreint svæði.

Seltjarnarnesi, 26. september 2011. 

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.

B-deild - Útgáfud.: 10. október 2011

 

Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, sbr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1795,11kb.

Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi undirritað Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 421,11kb

Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi skýringamynd - undirrituð Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 421,11kb.

 

Lambastaðahverfi: Greinagerð og skilmálar Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 53,2 mb.

 Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi auglýst að nýju 15. janúar 2011.

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar 15. desember 2010 að nýju tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis, skv. 1. mgr. 25. gr. og sbr. málsmeðferð 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Skipulagssvæðið, sem nefnt er eftir bænum Lambastöðum, afmarkast af Skerjabraut, Nesvegi, bæjarmörkum að Reykjavík og að sjó, eins og sýnt er á deiliskipulagsuppdrætti.

Tillögurnar verða til sýnis á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá og með 20. janúar til 10. mars 2011. Tillögurnar verða einnig til sýnis á heimasíðu Seltjarnarness

Samkvæmt ábendingu Skipulagsstofnunar er tillagan auglýst aftur  vegna breytinga frá fyrri tillögu í framhaldi af innsendum athugasemdum. Yfirlit breytinga er að finna á heimasíðu bæjarins.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skriflegum athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 10. mars 2011.

Vakin er athygli á því að frestur til athugasemda hefur verið lengdur frá fyrri auglýsingu sem birtist í janúarblaði Nesfrétta og 15. janúar sl. í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.

Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

Skipulagsstjóri Seltjarnarnesbæjar

Lambastaðahverfi: Tillaga að deiliskipulagi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1795,11kb.

Lambastaðahverfi: Greinagerð og skilmálar Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 40,23 mb.


Yfirlit breyting frá fyrri tillögu. Einnig er hér yfirlit yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skilmálum lóða og byggingareita nr. 115 og 119A( hluti 117-119) við Nesveg.

 

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulagi: 

 1. Heimild felld út,  um að skipta megi upp lóðum að fengnu leyfi hjá skipulags og mannvirkjanefnd. Á þetta t.d. við um lóð nr. 117-119 við Nesveg.
 2. Stærð húss á reit við Nesveg 119A má mest verða 400m². Sé lóðinni skipt má nýtingarhlutfall lóðarhlutans ekki verða meiri en 0,3. Með þessu er reynt að tryggja jafnræði gagnvart nágrönnum sem einnig eru með nýtingarhlutfallið 0,3.
  Orðalagsbreyting vegna byggingarreits við lóð nr. 119A við Nesveg: „Nýr“ byggingarreitur kemur í stað „óbyggður“ byggingarreitur.
 3. Gerðar hafa verið breytingar á umfangi byggingarreita á þeim hluta deiliskipulagsins er snýr að lóðunum við Nesveg 115 og 119A (hluti lóðar nr. 117-119). Er mesta leyfilega hæð nú 8,0 m yfir sjávarmáli, en var áður 7,5 m yfir aðkomuhæð. Einnig hefur umfang byggingareita verið takmarkað til suðurs, án þess að heildarbyggingamagn skerðist. Eru þessar breytingar gerðar með hliðsjón af forsögn og markmiðum deiliskipulagsins, auk þess sem komið er á móts við fjölda athugasemda nágranna. Tekið skal fram að skv. byggingareglugerð skal samþykki allra lóðarhafa við veitingu byggingarleyfis.
 4. Fornleifar hafa verið merktar inn á uppdrátt að því marki sem hægt er. 

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á greinagerð:

 1. Heimilt er að reisa allt að 9 m², stök smáhýsi (garð-, gróður- og barnahús) utan byggingareita einstakra lóða á baklóðum, að fengnu leyfi skipulags- og mannvirkjanefndar. Hámarksvegghæð má vera allt að 2,0m og -mænishæð allt að 2,5m. Smáhýsin mega ekki vera nær lóðarmörkum en 3m.
 2. Heimilt er að reisa allt að 30 m² bátaskýli á sjávarlóðum sem tengjast sjóvarnargörðum utan byggingareita, að fengnu leyfi skipulags- og mannvirkjanefndar og samþykki Siglingastofnununar. Byggja má bátaskýlin á 7m belti næst lóðarmörkum við fjöru. Hámarksvegg- og mænishæð má vera allt að 1,8 m frá sjavarvarnargarði. Leita skal skriflegs samþykkis nágranna ef fjarlægð frá lóðamörkum nágrannalóðar er minni en 3m.
 3. Lagt er til að nokkur mannvirki á svæðinu njóti hverfisverndar utanhúss. Með hverfisvernd er átt við að heimilt erendurgera mannvirkin og einnig má gera viðbyggingar þar sem það á við. Viðbygging skal falla það vel að upprunalegu mannvirki, að það njóti sín áfram í umhverfi sínu. Lagt er til að eftirtalin mannvirki njóti hverfisverndar:
 4. Ef núverandi hús er rifið og annað er byggt í staðinn skal íbúðafjöldi, hæð húss og hæðafjöldi vera sá sami nema annað sé tilgreint í gögnum deiliskipulagsins. Ef óskað er eftir fjölgun íbúða innan heimilaðs byggingarmagns eftir gildistöku deiliskipulags þessa þarfnast það deiliskipulagsbreytingar og formlegrar aðkomu hagsmunaaðila. Þegar skráðar en ósamþykktar íbúðir í deiliskipulagi þessu geta fengið samþykki skipulags- og mannvirkjanefndar uppfylli þær kröfur byggingarreglugerðar og deiliskipulags. Ekki má rjúfa lóðaveggi fyrir nýjar innkeyrslur inn á lóðir nema sérstök rök styðji annað.
 5. Heimilt er að auka hámarks byggingarmagn á lóð um þann hluta mannvirkis sem er fyrirkomið neðanjarðar og nýttur er fyrir s.s. bílageymslur, geymslur, tæknirými og samsvarandi, enda séu kjallararnir gluggalausir og lítt eða ekki sjáanlegir utanfrá. Sbr. ÍST 50/1998, flatarmál og rúmmál bygginga.
 6. Fjöldi bílastæða fylgi ákvæðum skipulagsreglugerðar.

Einnig er gerð eftirfarandi viðbót á greinagerð vegna eldri skipulagsskilmála:

Á skipulagssvæðinu er í gildi deiliskipulag lóðarinnar  Skerjabraut 1-3, samþykkt í bæjarstjórn 28.3.2007. Einnig eru í gildi skipulags- og byggingarskilmálar fyrir Hamarsgötu 2, 4 og 6, samþykktir í byggingarnefnd Seltjarnarneshrepps 14.11.1973. Við gildistöku deiliskipulags Lambastaðahverfis fellur hvor tveggja úr gildi.


Fyrri auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Bakkahverfis á Seltjarnarnesi skv. 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.

Svæðið sem deiliskipulagið á að gilda fyrir afmarkast af Skerjabraut, Nesvegi, bæjarmörkum að Reykjavík og sjó eins og sýnt er á deiliskipulagsuppdrætti. Svæðið er nefnt Lambastaðahverfi eftir bænum Lambastöðum enda margar lóðir hverfisins fengnar úr landi Lambastaða.

Tilllaga verður til sýnis á bæjarskrifstofum Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá og með mánudeginum 28. september til miðvikudagsins 28. október 2009.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skriflegum athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, eigi síðar en 12. nóvember 2009. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim.

Ólafur Melsted
Skipulagsstjóri Seltjarnarness

Auglýsing að deiliskipulagi: Lambastaðahverfii Pdf skjal 158 kb.

Lambastaðahverfi: Tillaga að deilskipulagi Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 1,6 mb.

Lambastaðahverfi. Greinagerð og skilmálar  Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesara Pdf skjal 59,8 mb.

Athugasemdir og ábendingar við deiliskippulagstilöguna ásamt umsögnum Skipulags- og mannvirkjanefndar Pdf skjal 292 kb.


20.9.2009

Kæru Seltirningar

Hafin er vinna við gerð deiliskipulags Lambastaðahverfis. Skipulagssvæðið afmarkast af Skerjabraut til norðvesturs, Nesvegi til norðausturs, bæjarmörkum að Reykjavík til austurs og sjó til suðvesturs.

Með deiliskipulaginu verður stefnt að því að fá heildræna mynd af hverfinu, svo standa megi markvisst að þróun þess til framtíðar og auðvelda ákvarðanir í einstökum málum. Deiliskipulagið verður unnið innan ramma Aðalskipulags Seltjarnarness 2004-2024.

Markmið og leiðarljós:

Áhersla verður lögð á að varðveita og nýta sérstöðu Lambastaðahverfisins, sem einkennist af nálægð við sjó og fjöru, fallegri sjávarsýn og góðum tengingum við verslun og þjónustu, íbúum hverfisins í hag.

Kappkostað verður að bæta umhverfi svæðisins þar sem þess gerist þörf og styrkja gott og fallegt heildaryfirbragð, en leyfa sérkennum þess og skemmtilegum margbreytileika byggða og náttúru að njóta sín.

Leitast verður við að beina umferð akandi og gangandi á markvissan og öruggan hátt um hverfið og bæta þannig umferðaöryggi og umferðargæði.

Eigendum lóða í hverfinu verði gert kleift að endurnýja og bæta fasteignir sínar í sátt við umhverfið. Þess ber þó að gæta að hverfið er nánast fullbyggt, svo svigrúm til frekari uppbyggingar er mjög takmarkað.

Forsögn fyrir lambastaðahverfii Pdf skjal 1.08 mb

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: