Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Svæði skóla, íþróttamiðstöðvar og íbúða aldraðra

Auglýsing um tillögu að breytingum á deiliskipulagi svæðis skóla, íþróttamiðstöðvar og íbúða aldraðra

Auglýsing um deiliskipulag á Seltjarnarnesi

Í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Seltjarnarnesbær hér með kynningu á tillögu að breytingum á deiliskipulagi svæðis skóla, íþróttamiðstöðvar og íbúða aldraðra milli Suðurstrandar, Skólabrautar, Nesvegs og Hrólfsskálamels.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er að finna greinargerð. Þar er kveðið á um öll atriði deiliskipulags í samræmi við skipulagslög og skipulagsreglugerð, svo sem byggingarreiti, nýtingarhlutfall, hæð húsa og svo framvegis.

Við gerð tillögunnar eru meginákvæði upphaflegs deiliskipulags Suðurstrandarsvæðis frá 2006 sem var áður breytt lítillega 2007, virt og látin gilda.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurstönd 2, frá 31. janúar til og með 3. mars 2012. Hún er ennfremur aðgengileg á vef Seltjarnarnesbæjar,  sjá neðar á síðu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Fresturinn til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 3. mars 2012 kl. 14:00. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.

Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.  

Vakin er athygli á því að þær ábendingar sem berast teljast ekki formlegar athugasemdir nema að þær berist skriflegar og undirritaðar.

Afmörkun deiliskipulagssvæðis:

Skipulagssvæðið er óbreytt frá gildandi deiliskipulagi, þ.e. afmarkast að sunnanverðu af Suðurströnd, að vestanverðu af opnu svæði við Suðurströnd/Bakkavör, að norðanverðu af nyrðri mörkum skólalóðar Valhúsaskóla, Skólabraut og Kirkjubraut og að austanverðu af mörkum skólalóðar Mýrarhúsaskóla og íbúðalóðum við Hrólfsskálamel.

Forsendur:

Meginforsendur núgildandi deiliskipulagsins byggjast á Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.

Breytingin endurspegli áherslur bæjarfélagsins á gæði þjónustu við íbúa, m.a. með tilliti til aðgengis að útivistarsvæðum, þjónustu við aldraða og aðstöðu til tómstunda- og íþróttastarfs.

Markmið:

  • Fyrirhugaðri breytingu er m.a. ætlað að þjóna þeim markmiðum að:
  • gera grein fyrir skipulagsskyldum viðbótum, stækkunum og breytingum húsa, lóða og opinna svæða sem bæjarfélagið hyggst ráðast í;
  • bæta bílastæði við Vallarhús við Suðurströnd og bæta aðgengi að aðliggjandi gervigrasvelli;
  • fjölga bílastæðum og bæta aðgengi við íbúðir aldraðra við Skólabraut 3-5;
  • styðja við íþróttastarf barna og unglinga, m.a. með því að tryggja bætta aðstöðu til fimleika í tengslum við núverandi íþróttamiðstöð;
  • afmarka byggingarreiti þar sem stækkun er heimiluð og setja fram samræmda skilmála og kvaðir;
  • leggja  sérstaka áherslu á umferðaröryggi og greið tengsl við nærliggjandi íbúðar-, skóla- og þjónustusvæði; sérstaklega skal hugað að aðgengi fyrir alla;

Áhersla er lögð á metnaðarfulla hönnun og vandaðan frágang nýbygginga, aðlögun að nærliggjandi byggð og aukin umhverfisleg gæði  innan skipulagssvæðisins.

Þórður Ólafur Búason,

skipulagsfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Auglýsing um deiliskipulag svæðis skóla, íþróttamiðstöðvar og íbúða aldraðra Pdf skjal 98 kb.

Afmörkun deiliskipulagssvæðis Pdf skjal 18 kb.

Tillaga að deiliskipulagi svæðis skóla og íþróttamiðstöðvar og íbúða aldraðra. (Teikning) Pdf skjal 1,46 mb

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: