Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Staðardagskrá 21

Staðadagskrá 21

HVAÐ ER STAÐARDAGSKRÁ 21

Staðardagskrá 21Staðardagskrá 21 er sérstök heildaráætlun bæja- og sveitarfélaga um hvernig þau eigi að þróast með sjálfbærum hætti.

Áætlunin tekur ekki einungis til umhverfismála heldur nær hún til vistfræðilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Hér er því um að ræða langtímaáætlun um þróun samfélagsins fram á næstu öld.

Hún snýst um hagkvæmar og áþreifanlegar aðgerðir, um lífstíl og hegðun, um neyslu og daglegt líf fólksins m.a. á Seltjarnarnesi.

Áætlunin á að hafa það að markmiði að koma á sjálfbærri þróun í hverju samfélagi og skila því aftur í jafn góðu ástandi til þeirra sem við því taka.

Í staðardagskrá 21 eru sett fram skýr markmið og leiðir að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. aðgerðir til að stuðla að og viðhalda umhverfis-gæðum.

Staðardagskrá 21 kemur okkur öllum við.

HVERS VEGNA ÞARF AÐ VERA STAÐARDAGSKRÁ 21 Á SELTJARNARNESI?

Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál í Río de Janeiro árið 1992 skuldbundu um 180 þjóðir sig til að taka þátt í verkefninu og búa til Staðardagskrá fyrir hvert samfélag og var Ísland þar á meðal. Hvert sveitarfélag kemur þar að. því þarf að útbúa slíka dagskrá m.a. fyrir Seltjarnarnes. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun einstakra samfélaga og með henni gefst íbúum sem og öðrum er hér koma að verki kjörið tækifæri til að hafa áhrif á langtíma skipulag þessara mála.

Helstu markmið Staðardagskrár 21 á Seltjarnarnesi.

  • Aðalskipulag verði undirbúið með tilliti til landnýtingar og skipulags vegna náttúruverndar og útivistar til lengri tíma litið. Náttúruvernd verði virkur þáttur í gerð deiliskipulags fyrir einstök svæði og bæjarhluta.
  • Sveitarfélagið kynni umhverfisvæna innkaupastefnu og orkusparnaðar-áætlun ásamt því að nota grænt bókhald til að meta árangur í umhverfismálum.
  • Lögð verður áhersla á eflingu fræðasetursins í Gróttu og hlutverk þess í umhverfisfræðslu gert sem mest.
  • Sveitarfélagið leggi áherslu á fræðslu með það að markmiði að umhverfisvitund bæjarbúa aukist, að tengja saman fjölskyldulíf, útivist og umhverfisverkefni.
  • Eftirlit verði með breytingum á fuglalífi og búsvæðum fugla.
  • Upplýsingar um menningar- og fornminjar gerðar aðgengilegar ásamt upplýsingum um byggingarsögu.
  • Gefinn verði út í samvinnu við SORPU kynningarbæklingur til að vekja athygli á leiðum til að minnka sorp frá heimilum og fyrirtækjum.
  • Efla þarf kostnaðarvitund almennings og fyrirtækja varðandi notkun á öllu vatni.
  • Iðnfyrirtæki hafi olíu- og fitugildrur uppsettar í samræmi við reglugerðir. Unnið verði að því í samvinnu við viðkomandi fyrirtæki að komið verði á innra eftirliti í   fyrirtækjunum með hreinsun á olíu- og fitugildrum

HVERJIR KOMA AÐ ÞESSU VERKI?

Allir íbúar á Seltjarnarnesi koma á einn eða annan hátt hér að verki. Staðardagskrá 21 er ekki einkamál ákveðinna þröngra hópa heldur varðar þetta samfélagið í heild sinni. Auk íbúa eru það fyrirtæki, stofnanir og stjórnkerfið sem þurfa að koma að gerð verkefnisins.

HVAÐ GETUR ÞÚ GERT?

Eins og áður segir er Staðardagskrá 21 ekki aðeins áætlun bæjarstjórnarinnar heldur bæjarfélagsins í heild. Þess vegna er mikilvægt að sem flestir komi að gerð hennar.

Sérstakir kynningarfundir eru fyrirhugaðir með bæjarbúum og verða þeir auglýstir sértaklega. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og taka þátt.
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: