Fugl mánaðarins - bjartmáfur

BjartmafurBjartmáfur er vetrargestur frá norðlægum slóðum, varpstöðvar hans eru á Grænlandi, Baffineyju og víðar á Íshafseyjum Kanada. Á ensku heitir hann Iceland Gull, þó hann verpi ekki hér á landi. Hann er nettur og fínlegur og þykir krúttlegastur stóru máfanna. Fæðan er aðallega fiskur, fiskúrgangur og smádýr.

Á Seltjarnarnesi sést bjartmáfur bæði í fjörum og á tjörnum. Hann er algengastur á haustin, frá miðjum september fram til miðs nóvember, en sjaldgæfastur frá miðjum maí og fram í miðjan september. Stærsti hópurinn á Bakkatjörn sást 27. janúar 2017, næstum 300 fuglar.

Jóhann Óli Hilmarsson,  www.johannoli.com


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: