Vegvísar

Nýlega var lokið uppsetningu nýrra vegvísa á Seltjarnarnesi sem munu vísa veginn að hinum Vegvísarýmsu stofnunum og kennileitum. Skýrsla vegna vegvísa var nýlega uppfærð með tilliti til breyttra aðstæðna og nýrra gatna. 

Betri merkingar skila sér meðal annars í minni akstri innan bæjarmarka, auknu öryggi meðal allra vegfarenda, bættu þjónustustigi, betri ímynd bæjarins og betri upplifun gesta sem heimsækja Seltjarnarnesbæ. 

Skiltin voru hönnuð af Herði Bjarnasyni byggingaverkfræðingi hjá verkfræðistofunni Mannvit. Þau eru í þremur stærðum úr áli, en framleidd hjá Merkingu ehf. Glæsilegt framtak í að merkja bæinn okkar betur.  

Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: