Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Umhverfishorn

Snyrtum gróður við lóðamörk

Klipping trjáa

Fjölbreyttur garðagróður fegrar umhverfi Seltjarnarness og veitir íbúum skjól í görðum sínum. Þar sem gróðurinn vex með hverju árinu er nauðsynlegt að huga vel að því að hann vaxi ekki út fyrir lóðamörk eða slúti þannig yfir að hætta sé af. 


Gróður getur slegist í gangandi og hjólandi vegfarendur með tilheyrandi hættu á slysum.  Einnig geta greinar skyggt á umhverðarmerki, götumerkingar eða götulýsingu.

Snyrta þarf gróðurinn og klippa þannig að umferð gangi greiðlega best er að gera það þegar tré og runnar eru ekki laufguð og greinabygging því vel sýnileg

Stöndum saman um að  minnka hættur í umhverfi okkar

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: