Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Umhverfishorn

Kattarsamþykkt og hreinsunardagur

Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur lokið endurskoðun á  kattasamþykkt bæjarins. Þegar hún hefur öðlast gildi ber öllum kattaeigendum að skrá ketti sína á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fyrir 1. september 2014. Á skrifstofu bæjarins fær eigandi kattar afhent álmerki sem á verður letrað númer og einnig símanúmer eiganda.  Samþykktin verður auglýst innan tíðar og birt á vef bæjarins.

Ný umhverfisstefna fyrir Seltjarnarnes mun fljótlega líta dagsins ljós. Umhverfisstefnan er unnin upp úr fyrri stefnu auk þess voru  niðurstöður íbúaþings um umhverfismál, sem haldið var í haust, hafðar til hliðsjónar.

Dagur umhverfis er 25. apríl ár hvert. Þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann bjó m.a. í Nesi við Seltjörn í fjögur ár er hann nam læknisfræði hjá frænda sínum, Jóni Sveinssyni landlækni. Sveinn fór síðan til frekara náms til Kaupmannahafnar og lagði stund á læknisfræði og síðan náttúrufræði. Þekktasta rit hans er sennilega ferðadagbókin sem hann skrifaði um rannsóknarferðir sínar um Ísland 1791-1795. Þessi ferðabók var gefin út á prenti árið 1945 undir nafninu Ferðabók Sveins Pálssonar. Þar er að finna hina miklu ritgerð hans um jökla, Jöklaritið, þar sem hann setti fram kenningu sína um eðli skriðjökla. Sveinn fékk þessa ritgerð ekki prentaða um sína daga en árið 2004 gaf Hið íslenska bókmenntafélag ritið út á ensku í glæsilegri, myndskreyttri útgáfu. Hann var einna fyrstur til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Hreinsunardagur á Seltjarnarnesi verður laugardaginn 26. apríl nk.  Baldur Gunnlaugsson skrúðgarðyrkjumeistari mun kynna moltugerð kl. 11:30 á Eiðistorgi. Við bjóðum upp á kaffi og köku milli 11:00 og 14:00 á torginu.

Hreinsunardagur 26. apríl 2014


Gleðilegt sumar,

Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: