Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Umhverfishorn

Umhverfishorn - Viðurkenningar og matarsóun

Úlfur Örn Björnsson, S´lveig Björnsdóttir Tristan Ferrua EdwardssonViðurkenningar

Þann 5. júní sl. fór fram útskrift nema í 10. bekk Valhúsaskóla. Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti þremur útskriftarnemum viðurkenningar að þessu tilefni. Að þessu sinni hlutu þau Úlfur Örn Björnsson, Sólveig Björnsdóttir og Tristan Ferrua Edwardsson viðurkenningar. Umhverfisnefnd Seltjarnarness óskar þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Matarsóun

Sannarlega höfum við öll gerst sek um að sóa mat og þegar horft er á eftir matnum ofan í gin ruslatunnunar lofar maður sjálfum sér að passa upp á að þetta gerist ekki aftur. Það er ekki bara fjárhagslegur ávinningur af því að bjarga matnum sínum frá ruslatunnunni heldur er þetta einnig umhverfislegt mál og varðar samfélagslega ábyrgð. Það er ekki líðandi að á meðan fjöldi fólks í heiminum sveltur þá er einum þriðja af öllum framleiddum matvælum í þessum sama heimi ekið beint á ruslahaugana.

MatarleifararMálið er flókið og margir aðilar sem koma að því og enginn einn getur útrýmt því. Vitundarvakning er nauðsynleg og viljum við finna jákvæðar og skemmtilegar leiðir til að vekja athygli á matarsóun. Nauðsynlegt er að framleiðendur, dreifingaraðilar, söluaðilar, stjórnmálafólk og neytendur taki höndum saman til þess að koma í veg fyrir þetta.

Sorpa skoðar árlega blandaða úrgang frá heimilum með því að taka sýni úr því sem berst með sorphirðubílum sveitafélaganna og hlutfall mismunandi efna sem eru í sorpinu er metið. Stærsti hluti blandaða úrgangsins er lífrænn úrgangur eða 70% og er það hlutfall svipað milli ára. Af þessu er eldhúsúrgangur, sem er að mestu leyti matarleifar, í kring um 41% og af því áætlar Sorpa að hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu hendi um 73 kg af matarafgöngum eða matvælum í ruslið á ári.

Engar nákvæmari  mælingar hafa verið gerðar á matarsóun á Íslandi en Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að 1,3 milljón tonn af mat fari í ruslið á hverju ári í heiminum. Áætlað er að heimili í iðnvæddum löndum hendi þriðjungi þess matar sem keyptur er inn, en á Íslandi myndi það samsvara því að við hentum mat fyrir 300.000 kr á ári. Á sama tíma er óhugnanlegur fjöldi fólks sem fer svangt að sofa daglega.

Heimildir: Sorpa og Náttúran.is

F.h. umhverfisnefndar,

Margrét Pálsdóttir, formaður.Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: