Starfshópur vinnur tillögur um aðgerðir til að draga úr notkun plastpoka

Plastpokar

PlastpokarUmhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að móta tillögur að aðgerðum um hvernig draga megi úr notkun plastpoka. Hópurinn mun í starfi sínu horfa til þingsályktunar Alþingis frá júlí sl. um að draga úr plastpokanotkun, breytinga á EES- samningnum vegna plastpokanotkunar og tillögu Umhverfisstofnunar um hvernig draga megi úr plastpokanotkun hér á landi.

Áætlað er að árlega noti Íslendingar um 70 milljónir plastpoka sem jafngildir rúmlega 200 plastpokum á mann. Starfshópurinn skal hafa að markmiði að dregið verði úr notkun burðarplastpoka í áföngum þannig að þeir verði 90 plastpokar á einstakling fyrir árslok 2019 og 40 plastpokar fyrir árslok 2025.

Hópurinn skal jafnframt leggja mat á hvort og þá hvaða stjórntæki gætu gagnast við að ná markmiðinu, s.s. notkun hagrænna hvata til grænnar nýsköpunar í plastiðnaði, skattlagning plastpoka, bann við notkun plastpoka að einhverju eða öllu leyti, niðurgreiðslur á umbúðum sem gætu komið í stað plastpoka, o.s.frv. Starfshópnum ber enn fremur að skoða hvað getur komið í staðinn fyrir plastpoka, aðgang almennings og atvinnulífs að leiðum sem geta bætt hringrásakerfi sem og að meta hugsanleg kostnaðaráhrif þeirra aðgerða sem lagðar verða til. Starfshópnum er ætlað að hafa samráð við haghafa, s.s. Neytendasamtökin, fulltrúa lágvöruverslanna, fulltrúa gámaþjónustuaðila og sorpsamlaga. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili skýrslu til ráðherra með tillögum að aðgerðum eigi síðar en 15. júní 2016.

Nýtum salatið betur – Sparnaður

SalatNú þegar árstíðin leyfir ekki uppskeru eigin matjurta og dýrt er að kaupa grænmeti á diskinn mælum við með því að salat sé nýtt betur. Oft er hægt að leyfa salati að vaxa áfram á góðum björtum stað og þá með nægum vatnsbirgðum. Framleiðendur eru vafalaust ekki par hrifnir af því að mælt sé með þessu sparnaðarráði en við látum það ekkert á okkur fá, enda bæði umhverfisvænt og budduvænt.

Heimildir:       Umhverfisráðuneytið.
Guðrún A. Tryggvadóttir, natturan.is

Fh. umhverfisnefndar Seltjarnarness
Margrét Pálsdóttir, formaður


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: