Stuðningur bæjarins við verkefnið Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs

Umhverfisnefnd Seltjarnarness hefur undanfarin ár stutt verkefnið Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Samstarf GFF og Grunnskóla Seltjarnarness hófst vorið 2005 á melunum og utan í rofabörðunum á Bolaöldu við rætur Vífilsfells. 

Grunnskólaborn við áburðagjöf og frædreifingu á Bolöldu Grunnskólaborn á Bolöldu við rætur Vífilsfells

Hér má sjá myndir frá leiðöngrum nemenda skólans. Fyrri myndin er af 5. bekkingum að ganga frá sínum klasa með áburðargjöf og frædreifingu árið 2009. Hin myndin er af sama árgangi haustið 2012. Hann er þá kominn aftur til að kanna árangurinn sem er eins og myndin sýnir verulegur.

Fyrirkomulagið er í stórum dráttum þannig að á vorin fer GFF með nemendur 4. bekkjar til að planta í svokallaða klasa. Á haustin er svo farið með nemendur 9. bekkjar til að vakta vöxt og viðgang þeirra trjáplantna sem nemendur fyrri ára hafa gróðursett. Ekki er síst lögð áhersla á að vakta það sem þessir nemendur gerðu sjálfir fjórum árum fyrr. Vöktun þýðir að gerð er athugun á lifun og vexti plantnanna sem þýðir meðal annars að hæð og breidd eru mæld og greinamyndun og útlit metin.

Þetta fyrirkomulag, að fara með 9.bekkinga í haustleiðangra og skoða eigin klasa frá því fjórum árum áður, gat eðli máls samkvæmt ekki hafist fyrr en fyrstu fjögur ár verkefnisins voru liðin. Fyrsti haustleiðangur 9. bekkinga var því farinn haustið 2009. Fram að því var farið með yngri bekki að hausti. Kynnið ykkur endilega starf GFF á vefsíðunni www.gff.is

Heimildir:  Björn Guðbrandur Jónsson, framkvæmdastjóri GFF.

F.h. umhverfisnefndar,

Margrét Pálsdóttir, formaðurÞjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: