Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Áhugaverðir staðir

Áhugaverðir staðir á Seltjarnarnesi

Grótta

GróttuvitiGrótta er fyrst nefnd í fógetareikningum frá árunum 1547-52. Nafnið þykir fornlegt og benda til þess að þar hafi lengi verið búið. Á fyrri árum stóð bærinn Grótta ekki á eyju heldur á breiðu nesi. Árið 1703 er talin hjáleiga frá Nesi. Er jörðin alla öldina nefnd meðal átta bestu jarða Framnessins. Í Básendaflóðinu 1799 varð Grótta að eyju og var jörðin talin óbyggileg eftir það. Kveikt var á fyrsta vitanum í Gróttu þann 1. september 1897 og síðan var núverandi viti reistur árið 1947 og hefur lýst sjófarendum æ síðan.

Íbúðarhúsin í Gróttu hafa fengið nýtt hlutverk og hýsa þau nú Fræðasetrið í Gróttu. Grótta var lýst friðland árið 1974. Takmörkuð umferð er leyfð yfir varptímann í maí og júní.

Nes við Seltjörn

NesstofaLandslæknisembætti Íslands var stofnað með konunglegri tilskipan árið 1760. Í framhaldi af því var Nesstofa byggð 1761-63, sem læknissetur, lyfjaverslun og vísir að fyrsta læknaskóla landsins. Landlæknar gegndu þá einnig uppfræðslu yfirsetukvenna og tilvonandi læknisefna.

Landlæknar og lyfsalar sátu um lengri tíma í Nesi og meðal annars fyrsti apótekarinn, Björn Jónsson. Oddur Thorarensen var síðastur lyfsala í Nesi en hann flutti apótekið með sér til Reykjavíkur árið 1834. Eftir það var Nes í einkaeign fram til 1975 er ríkið keypti húsið og gerði að lækningaminjasafni. Sjá Nesstofusafn.

Valhúsahæð

Á öldum áður stóðu þar hús sem geymdu fálka konungs. Á hæðinni er fyrsta hringsjá Ferðafélags Íslands sem reist var árið 1938. Leifar af fornum landmerkjagarði frá 11.-13. öld, sem liggur þvert yfir hæðina frá norðri til suðurs, er einnig að finna á Valhúsahæð. Á hæðinni var reist ljósker árið 1883, til leiðbeiningar sjófarendum. Siglingamerki var síðan reist í Gróttu árið 1897.

Á hernámsárunum reistu Bretar Camp Grotta á Valhúsahæð, þar sem bæði voru braggar og skotvarnabyrgi. Einnig voru settar upp miklar loftvarnabyssur og fallbyssur til að verja innsiglinguna til Reykjavíkur og Hvalfjarðar. Einu ummerkin nú eru steyptar grunnplötur og stakar rústir skotvarnabyrgja.

Valhúsahæð hefur verið á náttúruminjaskrá frá 1981 og vesturhluti hæðarinnar var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1997.

Gamli Mýrarhúsaskóli

Myrarhúsaskóli eldri við NesvegHúsið var reist árið 1906 var barnaskóli Nessins fram til 1960. Eftir það voru bæjarskrifstofur Seltjarnarness í þessu húsi allt þar til 1989 er skrifstofurnar fluttu í nýtt húsnæði við Austurströnd 2. Í dag er Félagsþjónusta bæjarins þar til húsa.


Útivist og náttúra


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: