DAGSKRÁ BÓKASAFNS SELTJARNARNESS NÓVEMBER 2025
GALLERÍ GRÓTTA SÝNING
Hulda Rós Guðnadóttir sýnir LJÓS [ mynd ] LIST
Síðasti sýningardagur er 8. nóvember.
7.-8. nóv.
Menningarhátíð Seltjarnarness 7.-9. nóv.
Dagskrá á bókasafninu;
Föstudagur 7. nóv.
LÍNA LANGSOKKUR á 80 ára afmæli og við fögnum því með alls konar skemmtilegum viðburðum henni tengdum.
Kl. 16:00 POSTULÍNSBRÚÐUR – SÝNINGAROPNUN.
Rúna Gísladóttir opnar sýningu á handgerðum postulínsbrúðum.
Kl. 16:00 LÍNA LANGSOKKUR kemur í heimsókn alla leið úr Þjóðleikhúsinu.
Línu langsokks-myndakassi, Línu-piparkökur – Línu-litadagbækur, Línu-bíó
Laugardagur 8. nóv.
Línu-bíó, Línu langsokks-myndakassi, Línu-piparkökur, Línu-litadagbækur.
15. nóv.
LESIÐ FYRIR HUND – Vigdís Vinir gæludýra á Íslandi.
Börnum á grunnskólaaldri býðst að lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Sex börn komast að í hvert skipti. Skráning: bokasafn@seltjarnarnes.is
15. nóv. KL. 14-16
GALLERÍ GRÓTTA SÝNINGAROPNUN
Elín Þ. Rafnsdóttir opnar einkasýningu sína Yfirborð og undirdjúp.
Verkin eru olíumálverk og blekmyndir, sem endurspegla áferð jarðar, hreyfingu vatns og litasamspil.
Elín lauk listnámi í skúlptúr í Danmörku og Bandaríkjunum og kenndi myndlist í 35 ár áður en hún helgaði sig alfarið sköpuninni. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.
Yfirborð og undirdjúp markar nýjan kafla í listsköpun Elínar.
15. nóv.
FÖNDUR OG FALLEGASTA ORÐIÐ
Vissir þú að H.C. Andersen var þekktur fyrir pappírslist?
Vissir þú að Jónas Hallgrímsson var aðdáandi H.C. Andersens?
Í tilefni Dags Íslenskrar tungu 16. nóv. heiðrum við Jónas Hallgrímsson og veljum okkur fallegasta nýyrðið hans. Einnig ætlum við að heiðra H.C. Andersen sem á 220 ára fæðingarafmæi í ár og föndra klippimyndir. Jónas var mikill aðdáandi Andersens og spreytti sig á að skrifa svipaðar sögur og þýddi yfir á íslensku ævintýrið Leggur og skel eftir Andersen.
Sögur eftir Jónas: Grasaferð, Hreiðarshóll, Stúlkan í turninum, Fífill og hunagnsfluga.
17. nóv. kl. 18:30-19:30
BÓKMENNTAKVÖLD
Þórunn Rakel Gylfadóttir, höfundur bókarinnar Akam, ég og Annika, fjallar um og les upp úr bók sinni Mzungu. Kaffi og kruðerí.
18. nóv.
HVAR ER VALLI – RATLEIKUR
Valli hefur falið sig á sex stöðum á bókasafninu. Finndu þá alla og skrifaðu bókstafinn sem þú sérð þar. Dregið úr réttum svörum 1. des. Skemmtileg verðlaun.
19. nóv. 17:00 – 17:30
SÖGUSTUND FYRIR YNGSTU BÖRNIN
Lesnar verða sögurnar Greppikló eftir Juliu Donaldson og Axel Scheffler og Palli var einn í heiminum eftir Jens Sigsgaard.
25. nóv. kl. 20:00-22:00
RITHÖFUNDAKVÖLD
Fram koma: Anna Rós Árnadóttir með ljóðabók sína Fyrir vísindin, Dagur Hjartarson með skáldsögu sína Frumbyrjur, Kristín Svava Tómasdóttir með Fröken Dúlla – Ævisaga Jóhönnu Knudsen og Stefán Máni með Hin Helga Kvöl.
Ingibjörg Iða Auðunardóttir stýrir umræðum.