25. ágúst
Til baka í yfirlit
Fjölbreytt dagskrá m.a. opið í vitann, klifurmeistarar með Spiderman, lífríkið við Gróttu rannsakað, Vöfflukaffi og pylsur, ljúfir hamonikkutónar, húllafjör, hönnunarsýning o.fl.
Fjölskyldudagurinn í Gróttu verður haldinn sunnudaginn 25. ágúst frá kl. 15.00-17.00.
-
Gróttuviti opinn - einu sinni á ári opnar Seltjarnarnesbær dyrnar upp í vita þar sem njóta má óviðjafnanlegs útsýnis.
- Grillaðar pylsur, rjúkandi vöfflukaffi og djús seldar til styrktar góðu málefni á vegum Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness.
- Klifurmeistarar úr Klifurhúsinu ásamt Spiderman bregða á leik og klífa Gróttuvita kl. 15.30, 16.00 og 16.30.
- Margrét Arnardóttir leikur ljúfa tónlist á harmonikkuna
- Flugdrekasmiðja og föndur í Albertsbúð
- Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoðar gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Tilvalið því að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum.
- Húllafjör Húlladúllunnar, skemmtileg húllasýning og svo geta allir leikið og lært flott húllatrix
- Sjóbað við Gróttu frá kl. 16-17. María og Gróa í Sjósundsfélagi Seltjarnarness leiða þá sem vilja á öruggan hátt í sjóinn með leik og gleði að leiðarljósi. Útbúnaður: Húfa og hlýir vettlingar, sundföt og jafnvel peysa, sjóbaðsskór, strigaskór eða ullarsokkar og vaðskór. Sloppur eða handklæði eftir sjóbaðið.
- Arfalind í Gróttu – Arfistinn býður upp á arfaþerapíu í Vitavarðarhúsinu þar sem gestir fá tækifæri til að slaka á og staldra við í yndislegu umhverfi Gróttu og beita skynfærum sínum að plöntum úr nærumhverfinu. Boðið verður upp á snakksmakk og villite úr smiðju Arfistans. Gestir fá að fara í heilnæmt fótabað og prófa húðolíu úr algengum jurtum. Arfistinn, Örk Arfadóttir og Jurtína taka á móti ykkur og verið hjartarfanlega velkomin.
Allir velkomnir á fjölskyldudag í Gróttu!