15. nóvember
Til baka í yfirlit
FÖNDUR OG FALLEGASTA ORÐIÐ
Vissir þú að H.C. Andersen var þekktur fyrir pappírslist?
Vissir þú að Jónas Hallgrímsson var aðdáandi H.C. Andersens?
Í tilefni Dags Íslenskrar tungu 16. nóv. heiðrum við Jónas Hallgrímsson og veljum okkur fallegasta nýyrðið hans. Einnig ætlum við að heiðra H.C. Andersen sem á 220 ára fæðingarafmæi í ár og föndra klippimyndir. Jónas var mikill aðdáandi Andersens og spreytti sig á að skrifa svipaðar sögur og þýddi yfir á íslensku ævintýrið Leggur og skel eftir Andersen.
Sögur eftir Jónas: Grasaferð, Hreiðarshóll, Stúlkan í turninum, Fífill og hunagnsfluga.