Fara í efni

Stóra Rithöfundakvöldið kl. 19:30-22 á bókasafninu

Stóra rithöfundakvöldið þar sem fjórir rithöfundar lesa upp úr og ræða um nýjar bækur sínar frá kl. 20-22. Ingibjörg Iða Auðunardóttir stýrir umræðum. Lifandi tónlist frá kl. 19.30 í tilefni Menningarhátíðar Seltjarnarness og boðið upp á jólalegar veitingar.

Stóra rithöfundakvöldið verður haldið þriðjudaginn 25. nóvember þar sem fjórir rithöfundar lesa upp úr og ræða um nýjar bækur sínar frá kl. 20-22 á Bókasafni Seltjarnarness.

  • Ingibjörg Iða Auðunardóttir stýrir umræðum og rithöfundarnir sem fram munu koma eru: 
  • Anna Rós Árnadóttir með ljóðabók sína Fyrir vísindin
  • Dagur Hjartarson með skáldsögu sína Frumbyrjur
  • Kristín Svava Tómasdóttir með Fröken Dúlla – Ævisaga Jóhönnu Knudsen
  • Stefán Máni með Hin Helga Kvöl.

Tríó Helgu Laufeyjar flytur lifandi tónlist frá kl. 19:30 og í hléi

Í tilefni Menningarhátíð Seltjarnarness sem stendur yfir allan nóvembermánuð verður boðið upp á lifandi tónlist með Tríó Helgu Laufeyjar áður en að dagskrá rithöfundakvöldsins hefst og í hlé. Tónlistarmennirnir Helga Laufey Finnbogadóttir (píanó), Guðjón Steinar Þorláksson (kontrabassi) og Jón Óskar Jónsson (trommur), hafa starfað saman um árabil og munu að þessu sinni leika rólegan jass í bland við íslenskar dæguperlur og jólalög.  Þau hafa öll langa reynslu sem tónlistarmenn, tekið þátt í tónleikahaldi innanlands sem utan og starfa sem tónlistarkennarar í Tónlistarskóla Seltjarnarness meðfram öðrum tónlistarverkefnum.

Á rithöfundakvöldinu verður boðið upp á jólalegar veitingar m.a. óáfengt jólaglögg, smákökur og konfekt.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?