12. desember - 12. janúar
Til baka í yfirlit
Guðrún Einarsdóttir opnar sýningu sína Friðland.
Sýningin stendur til 12. janúar 2025.
Síðustu sýningardagar!
Friðland, sýning Guðrúnar Einarsdóttur verður opin um helgina, laugardaginn 11. jan. kl. 11-17 og sunnudaginn 12. jan. kl. 13-17 þar sem Guðrún tekur á móti gestum.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 12. janúar.
Gengið er inn af annarri hæð á Eiðistorgi.
Verkin á sýningunni eru unnin á undanförnum þremur árum og eru úr myndröðinni Efnislandslag sem Guðrún hefur unnið að frá 2009 þar sem hún kannar landslag efniviðarins sjálfs, virkni olíuefnanna með tilraunum og hliðsjón af náttúruferlum og náttúrufyrirbærum. Rík efniskennd og áferð einkenna verk Guðrúnar frá upphafi ferils.