Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Umferðaröryggisáætlun

Umferðaröryggisáætlun

Undanfarin ár hefur Samgöngustofa hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. Seltjarnarnes er eitt af þeim sveitarfélögum sem gerði samning við Samgöngustofu um að skuldbinda sig til að gera umferðaröryggisáætlun. Bæjarstjórn samþykkti að fela bæjarverkfræðingi að gera umferðaröryggisáætlun sem óskaði eftir aðstoð VSÓ Ráðgjafar við verkið. Sú vinna fór fram á tímabilinu september 2013 - apríl 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem heildstæð umferðaröryggisáætlun er gerð fyrir sveitarfélagið. Undanfarin ár hefur þó verið unnið markvisst að því í sveitarfélaginu að auka umferðaröryggi á Seltjarnarnesi t.d. með því að bæta öryggi á gönguleiðum skólabarna og hraðatakmarkandi aðgerðum. 

Vinna við umferðaröryggisáætlun hófst í september 2013 og var þá myndaður samráðshópur með helstu hagsmunaaðilum. Í hópnum voru bæjarverkfræðingur, fræðslustjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi, deildarstjóri grunnskóla, fulltrúi f.h. foreldraráðs leikskóla Seltjarnarnesbæjar og einnig voru fulltrúar frá Vegagerðinni, Samgöngustofu, Lögreglu, Strætó Bs. og VSÓ Ráðgjöf sem starfaði með hópnum. 

Umferðaröryggisáætlun á að miða að aukinni vitund  um umferðaröryggismál, bæði meðal forráðamanna sveitarfélaga og almennings. Þar sem núverandi staða er greind, helstu markmið og áherslur settar fram og sett fram framkvæmdaáætlun með forgangsröðun verkefna. Helsta markmið umferðaröryggisáætlunar er að fækka slysum og óhöppum, að unnið verði markvisst að bættu umferðaröryggi og tryggja að brýn verkefni fái forgang.

Í byrjun vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunarinnar voru ábendingum frá íbúum og öðrum sem borist höfðu bæjarskrifstofu undanfarin ár safnað saman og þær notaðar í vinnunni, einnig komu ábendingar frá samráðshóp sem voru notaðar. Í Nesfréttum í nóvember 2013 var einnig óskað eftir ábendingum er varða umferðaröryggi frá íbúum.

Áætlað er að við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar að tekið verði tillit til umferðaröryggisáætlunar og að hún verði endurnýjuð á fjögurra ára fresti. Fram að þeim tíma verði  ábendingum sem berast sveitarfélaginu varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær skoðaðar. Jafnframt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessari umferðaröryggisáætlun. Gert er ráð fyrir því að  haldinn verði fundur með samráðshópi tveimur árum eftir útgáfu umferðaröryggisáætlunar þar sem farið verður yfir verkefnastöðu og nýjar ábendingar. 

Umferðaröryggisáætlun 2018-2022, apríl 2018


Skoðun þín skiptir máli
Ef þú býrð yfir góðum hugmyndum varðandi umferðaröryggismál eða vilt koma nytsamlegum upplýsingum eða ábendingum á framfæri þá sendu okkur endilega línu í reitinn hér að neðan. Munið að smella á senda hnappinn!

Þjónusta

Athugið: Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: