Það var ánægjulegt að sjá hversu margir komu í heimsókn, þar á meðal fyrrum nemendur og starfsfólk. Gestir gæddu sér á afmælisköku og nutu tónlistaratriða frá Tónlistaskólanum. Nemendur skólans sýndu fjölbreytt og skapandi verkefni sem unnin voru á þemadögum sem dæmi frumsamin lög, líkanagerð af skólanum og Való fréttablaðið.
Við erum ákaflega stolt af nemendum okkar en einnig þakklát þeim sem komu og fögnuðu þessum merka áfanga með okkur.