Fara í efni

Félagsstarf eldri bæjarbúa

Fjölbreytt félagsstarf fer fram fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi. Boðið er upp á margvísleg tómstundastörf þar sem geta fundið eitthvað við sitt hæfi og átt notalega samveru.

Dagskrá félags- og tómstundastarfsins haustönn 2024

Tvisvar á ári er gefin út ný dagskrá, fyrir haustönn (ágúst-des), fyrir vorönn (jan-júní), auk þess sem gefin er út sérstök sumardagskrá. Ávallt er reynt að brydda upp á einhverjum nýjungum í félagsstarfinu og áhugasamir hvattir til að koma með hugmyndir hvort heldur að almennri dagskrá eða sjálfsprottnu starfi. Upplýsingabæklingi um félagsstarfið er dreift á haustin til allra íbúa 67 ár og eldri. Athugið að gera má ráð fyrir einhverjum tilfærslum á dögum félagsstarfsins og því er gott að fylgjast með dagskránni sem einnig er birt:
  • Á facebook síðunni Eldri borgarar á Seltjarnarnesi
  • Í dagbók Morgunblaðsins undir liðnum félagsstarf eldri borgara (prent- og netútgáfa).
  • Á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.
  • Hengdar eru upp auglýsingar eftir því sem við á hverju sinni.

Fastir liðir:

MÁNUDAGUR TÍMI
Kaffikrókur, Skólabraut  Kl. 09:00
Leirnámskeið, Skólabraut Kl. 09:00
Billjard í Selinu Kl. 10:00
Jóga / leikfimi í salnum á Skólabraut   Kl. 11:00
Glernámskeið, Félagsheimilið Kl. 13:00
Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut  Kl. 13:00
Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness Kl. 18:30
ÞRIÐJUDAGUR TÍMI
Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness Kl. 07:10
Kaffikrókur, Skólabraut Kl. 09:00
Pútt á púttvelli við Skólabraut út september Kl. 10:30 
Pútt/léttar æfingar á Nesvöllum frá 1. október Kl. 10:30
Helgistund á Skólabraut annan þriðjudag í mánuði kl. 13:30
Dagskrá í kirkjunni síðasta þriðjudag í mánuði, auglýst sérstaklega  
Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar Kl. 14:00
Söngur, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut Kl. 16:30
MIÐVIKUDAGUR TÍMI
Kaffikrókur, Skólabraut Kl. 09:00
Leirnámskeið, Skólabraut Kl. 09:00
Morgunkaffi í kirkjunni Kl. 09:00
Botsía á Skólabraut Kl. 10:00
Billjard í Selinu Kl. 10:00
Kyrrðarstund í kirkjunni Kl. 12:00
Glernámskeið, Félagsheimilið Kl. 13:00
Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut með leiðbeinanda Kl. 13:00
FIMMTUDAGUR TÍMI
Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness Kl. 07:10
Kaffikrókur, Skólabraut Kl. 09:00
Jóga / leikfimi í salnum á Skólabraut Kl. 11:00
Félagsvist á Skólabraut dagana: 13/8, 5/9, 19/9, 17/10, 24/10, 7/11, 21/11, 5/12, 19/12 Kl. 13.30
Bingó á Skólabraut dagana: 22/8, 12/9, 10/10, 14/11, 12/12 K. 13:30
FÖSTUDAGUR TÍMI
Kaffikrókur, Skólabraut Kl. 09:00
Allir út að ganga, farið frá Skólabraut, kaffi á eftir Kl. 10:30
Gaman saman - grunnskólanemar og heldri borgarar skemmta sér saman annan hvern föstudag í salnum á Skólabraut. Kl. 13:30-15:00

Námskeið, spil, kirkjusamstarf, skemmtanir og aðrir viðburðir eru ekki auglýstir í föstum liðum heldur er gerð grein fyrir þeim liðum sérstaklega.

 Sérstök námskeið:

NÁMSKEIÐ DAGAR TÍMI
Leirlist, Skólabraut - leiðbeinandi: Ragna Ingimundardóttir Mánudaga og miðvikudaga Kl. 9:00
Glerlist, Skólabraut - leiðbeinandi: Halldóra Björnsdóttir Mánudaga og miðvikudaga Kl. 13:00
Timburmenn og opin vinnustofa - byrjar síðar í haust þegar við fáum afnot af aðstöðu í Valhúsaskóla. Verður auglýst sérstaklega. Verður auglýst síðar  

Athugið! Skráning er nauðsynleg á öll ofangreind námskeið.

 

Önnur dagskrá og viðburðir:

VIÐBURÐUR DAGUR TÍMI / SKRÁNING
Ágúst    
Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks í Smárabíó. Farið frá Skólabraut kl. 12.30, myndin hefst kl. 13.20. Miðvikudagur 21. ágúst Kl. 12:30
Vöfflukaffi í salnum á Skólabraut. Kynning á dagskránni, viðburðum og skráning í ferðir og á námskeið.  Fimmtudagur 29. ágúst Kl. 15:00
September    
Gaman"óperan" Póst Jón í Þjóðleikhúskjallaranum. Fáir miðar, skráning sem fyrst. Föstudagur 13. september Kl. 20:00
Grillvagninn og gaman saman í nýuppgerðum salnum á Skólabraut. Skráning. Miðvikudagur 18. september Kl. 18:00
Dagskrá fyrir eldri borgara í safnaðarheimili kirkjunnar, auglýst sérstaklega þegar nær dregur.  Þriðjudagur 24. september Kl. 13:30
Sameiginleg ferð félagsstarfsins og kirkjunnar. Landbúnaðarsýningin á Hvanneyri heimsótt. Fáum fræðslu um skólahald á Bifröst og Hvanneyri. Hádegishlaðborð á Landnámssetrinu í Borgarnesi. Skráning. Fimmtudagur 26. september   
Október    
Dagskrá fyrir eldri borgara í safnaðarheimili kirkjunnar, auglýst sérstaklega þegar nær dregur.  Þriðjudagur 29. október Kl. 13:30
Nóvember    
Þjóðleikhúsið - Saknaðarilmur leiksýning. Skráning. Fimmtudagur 14. nóvember Kl. 20:00
Desember    
Jólastund - Selkórinn býður öllum í jólasamsöng í safnaðarheimili kirkjunnar. Heitt súkkulaði og piparkökur. Mánudagur 2. desember Kl. 19:30

Fleiri viðburði í október, nóvember og desember

   
Margt er í undirbúningi sem verður auglýst sérstaklega þegar að nákvæmar tímasetningar liggja fyrir m.a. leikhúsferðir, fræðslufundur, listsýningar, ferð, gaman saman, jólatónleikar, söngur og súkkulaði.  Nánar auglýst síðar  

 Athugið! Alltaf má búast við óvæntum uppákomum, breytingum eða tilfærslum á dögum eða tímasetningu. Allar breytingar verða auglýstar sérstaklega.

Púttvöllurinn við Skólabraut:

  • Hvetjum alla til að nýta púttvöllinn við Skólabraut en hann er opinn öllum.
  • Kylfur og boltar eru til reiðu í anddyrinu.

Tónlistarskólinn, Bókasafnið og Selið:

  • Viðburðir eru auglýstir eftir því sem þeir berast.

Aðsetur félagsstarfsins:

  • Félagsstarfið er að Skólabraut 3-5, jarðhæð.
  • Þar er ávallt hægt að nálgast allar upplýsingar varðandi félagsstarf eldri bæjarbúa.
  • Nánari upplýsingar veitir Kristín Hannesdóttir, forstöðumaður í síma 893 9800 og 595 9147.
  • Netfang: kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is

Ef áhugi og hugmyndir vakna varðandi starf og samveru þá eru áhugsamir beðnir að láta vita af sér og við vinnum saman.

Síðast uppfært 21. ágúst 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?