Fara í efni

Skólinn

Valhúsaskóli hóf starfsemi sína árið 1974. Í skólanum eru nú um 250 nemendur og þar starfa um 50 manns. 

Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið. Nemandinn er í brennidepli, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti og hafi gleði af námi í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu. Vinnuframlag nemenda hefur áhrif á námsmat og áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu. Skólinn nýtir upplýsingatækni í námi og kennslu þar sem það hentar.

Áhersla er lögð á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað, alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðan aga og virka þátttöku alls skólasamfélagsins.

Í skólanum er unnið í anda Uppbyggingar (Restitution), sem einnig gengur undir nafninu Uppeldi til ábyrgðar. Um er að ræða mannúðarstefnu sem leggur áherslu á að kenna sjálfstjórn og ýtir undir hæfni til að bera ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Mikilvægur þáttur í uppbyggingu er að öllum sé ljóst hvert sé hlutverk þeirra og lífsgildi. Virðing er leiðarljós í samskiptum. Reglur skólans taka mið af Uppeldi til ábygðar svo og lögum um grunnskóla og starfar skólinn samkvæmt skólastefnu Seltjarnarnesbæjar.

 

Heilsustefna skólans

Við erum heilsueflandi grunnskóli sem leggur áherslu á að efla líkamlega, andlega og félagslega heilsu nemenda og starfsfólks. Markmið skólans er að skapa jákvætt, öruggt og hvetjandi umhverfi sem styður við vellíðan og nám allra. 

Markmið:

  • Að tryggja öllum nemendum og starfsfólki tækifæri til hreyfingar og hollra lífsvenja.

  • Að efla andlega heilsu, félagsfærni og jákvæð samskipti.

  • Að skapa umhverfi sem stuðlar að vellíðan og heilsueflingu í víðu samhengi.

  • Að tryggja að heilsuefling sé samþætt skólastarfinu í heild sinni.

Síðast uppfært 22. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?