Í Valhúsaskóla eru nemendur í 7. - 10. bekk. Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað nemenda, sjálfstæði og ábyrgð og eru þarfir hvers og eins nemanda hafðar í huga við undirbúning kennslunnar.
Þungamiðja í stefnumörkun skólans felst í áherslu á alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðum aga og virkri þátttöku alls skólasamfélagsins.

Frá Skólahlaupi Való sem er árviss og skemmtilegur viðburður í lok september.
Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt en í skólanum er að miklu leyti um faggreinakennslu að ræða en stundum eru námsgreinar samþættar. List- og verkgreinar eru kenndar í lotum í 7. og 8. bekk og mikið úrval valgreina í boði fyrir nemendur í 8. - 10. bekk.
