05.12.2025
Dans, gleði og Gauragangur á 1. des hátíð 10. bekkinga
Hin árlega 1. des hátíð 10. bekkinga var haldin með glæsibrag í Valhúsaskóla í gærkvöldi
Hátíðin er einn af hápunktum skólagöngunnar en þá bjóða nemendur í 10.bekk foreldrum sínum og starfsfólki til veislu, sýna skemmtiatriði, flytja leikrit og dansa samkvæmisdansa bæði sín á milli og við foreldra sína.