Föstudaginn 7. nóvember var haldinn þemadagur í Valhúsaskóla tileinkaður baráttunni gegn einelti.
Markmið dagsins var að efla vináttu og jákvæð samskipti. Nemendur fengu fræðslu frá Fokk me – Fokk you teyminu sem fjallaði um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og virðingu í samskiptum.
Eftir fræðsluna unnu nemendur saman að kærleikstré og tóku þátt í samvinnu- og hópstyrkingarleikjum.
Dagurinn var bæði fræðandi og skemmtilegur og minnti á mikilvægi þess að vera góður við hvert annað, alla daga.
