Hin árlega 1. des hátíð 10. bekkinga var haldin með glæsibrag í Valhúsaskóla í gærkvöldi
Hátíðin er einn af hápunktum skólagöngunnar en þá bjóða nemendur í 10.bekk foreldrum sínum og starfsfólki til veislu, sýna skemmtiatriði, flytja leikrit og dansa samkvæmisdansa bæði sín á milli og við foreldra sína.
Að þessu sinni var leiksýningin Gauragangur sett á svið og við mælum svo sannarlega með þessari stórskemmtilegu sýningu.
Við viljum þakka nemendum og foreldrum þeirra fyrir dásamlegt kvöld.
Nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og eiga stórt hrós skilið fyrir framúrskarandi frammistöðu, dugnað og gleði sem skein í gegn allan tímann.
Á morgun, laugardaginn 6. desember kl. 17, fer fram styrktarsýning í Valhúsaskóla. Miðaverð er 1.500 krónur og rennur ágóðinn til 10. bekkjar hópsins. Við hvetjum alla til að mæta!