Undirbúningur fyrir 1. des skemmtun 10. bekkjar er nú í fullum gangi. Nemendur hafa æft dans af miklum metnaði hjá íþróttakennurum undanfarnar vikur og staðið sig afar vel.
Í hádegishléinu í dag fengu þeir tækifæri til að sýna samnemendum í 7.–9. bekk danstaktana og stóðu sig frábærlega. Við hlökkum mikið til hátíðarinnar með nemendum og foreldrum þann 4. desember nk. þar sem nemendur munu einnig sýna leiksýninguna Gauragangur sem þeir hafa æft stíft fyrir síðustu vikur og mánuði.
Að auki voru nemendur í 8. og 9. bekk á dansæfingu í íþróttatíma í dag, enda skiptir miklu máli að hefja æfingar snemma. Nemendur eru þegar orðnir spenntir fyrir sinni skemmtun þegar þar að kemur í 10. bekk.