Fara í efni

Heilsueflandi þemadagur í Való

Þessa dagana fara fram þemadagar í Való og var dagurinn í dag helgaður heilsueflandi grunnskóla hjá nemendum í 7.–9. bekk
Nemendur fóru á ýmsar fræðandi stöðvar sem sneru bæði að andlegri og líkamlegri heilsu auk lýðræðis og þátttöku. Á meðal stöðva voru núvitund og slökun, brennó, göngutúr og Heimskaffi, þar sem nemendur fengu tækifæri til að ræða málefnið, Heilsueflandi grunnskóli og láta skoðanir sínar heyrast.
 
Skólinn bauð upp á heitt kakó og rúnstykki í morgunkaffinu sem féll einstaklega vel í kramið á köldum morgni.
.   
 
Á meðan 7.–9. bekkur tók þátt í þemadeginum nýtti 10. bekkur tímann í undirbúning fyrir 1. desember sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.
 
Á morgun, þriðjudaginn 2.desember, fer fram árlega jólahurðaskreytingakeppnin í Való. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta með jólahúfu eða í jólapeysu. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?