Fara í efni

Kosning nemendaráðs

Föstudaginn 5. september fóru fram kosningar til nemendaráðs Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2025–2026. Úrslitin voru síðan kynnt í Miðgarði í hádeginu.

Nemendur í 8.–10. bekk gátu boðið sig fram og fengu allir nemendur skólans að kjósa. Það var líf og fjör í kosningunum, enda alltaf spennandi að sjá hverjir leiða nemendaráðið hverju sinni.

Við hlökkum til að fylgjast með frábæru starfi nýs nemendaráðs á komandi skólaári.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?