Blossi lukkudýr kom í heimsókn og stýrði upphituninni sem setti skemmtilegan svip á hlaupið.
Í hádeginu fór fram verðlaunaafhending þar sem verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin í hverjum árgangi. Að lokum nutu nemendur og starfsfólk pizzuveislu sem skólinn stóð fyrir til að fagna góðum degi saman.
