Nemendur í 8. bekk eru þessa dagana að vinna að skemmtilegu samþættu verkefni í Þema og Tækniþema. Verkefnið snýr að því að útbúa Stop Motion myndbönd þar sem þau útskýra hringrás efna á myndrænan hátt.
Samvinna er mikilvægur þáttur í verkefninu en nemendur vinna í hópum, búa til sinn eigin efnivið, skipuleggja tökur og nota Stop Motion tæknina til að láta hugmyndir sínar lifna við, auk þess að talsetja þau myndböndin.
Verkefnið vekur áhuga nemenda á efninu og gerir námsefnið bæði lifandi og skemmtilegt.
