Í dag heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur í 10. bekk og hélt fyrirlestur sinn „Verum ástfangin af lífinu“
Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um mikilvægi þess að vera sinn eigin gæfusmiður, taka ábyrgð á eigin lífi, að sýna öðrum virðingu og koma fallega fram. Einnig ræddi hann um samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar, töfra markmiðasetningar, hvernig rækta megi hæfileika sína og leiðir til að verða betri manneskja.
Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir hvetjandi fyrirlestur sem náði vel til nemenda.