Það var mikið stuð og gaman allan tímann en það sem stóð þó upp úr var einstakur liðsandi. Stelpurnar hreinlega lýstu upp staðinn með gleði sinni og jákvæðni sem smitaði út frá sér til allra viðstaddra. Það var sannur heiður að fylgjast með þeim spila af slíkri gleði og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu.