Fara í efni

Gleði og glæsilegur árangur á handboltamóti grunnskóla

Handboltamót grunnskóla fór fram á dögunum og var stemningin í íþróttahúsinu hreint frábær. Okkar fólk mætti til leiks fullt af baráttuvilja og skilaði sú eljusemi sér í því að bæði lið drengja og stúlkna komust áfram í útsláttarkeppnina eftir spennandi leiki.
Stúlknalið Mýrarhúsaskóla
Stúlknalið Mýrarhúsaskóla

Það var mikið stuð og gaman allan tímann en það sem stóð þó upp úr var einstakur liðsandi. Stelpurnar hreinlega lýstu upp staðinn með gleði sinni og jákvæðni sem smitaði út frá sér til allra viðstaddra. Það var sannur heiður að fylgjast með þeim spila af slíkri gleði og erum við afar stolt af frammistöðu þeirra á mótinu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?